Fyrsta skóflustungan að íbúðum VR í Úlfarsárdal Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 14:25 Ragnar Þór skellti sér í gröfuna til að taka væna skóflustungu. Vísir/Helena Rós Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR en þar segir að með skóflustungunni hefjist langþráð uppbygging að leiguhúsnæði fyrir félagsfólk. Reykjavíkurborg úthlutaði VR lóð við Silfratjörn í Úlfarsárdal árið 2021. Í byrjun þessa árs var skrifað undir samstarfssamning við Íslenska aðalverktaka um þróun svæðisins og í dag var skrifað undir framkvæmdasamning um verkið og fyrsta skóflustungan tekin. Auk borgarstjóra og forseta VR tóku fulltrúar Íslenskra aðalverktaka og stjórnarfólk VR sér einnig skóflu í hönd og komu verkefninu formlega af stað.Vísir/Helena Rós Verkið er unnið undir formerkjum Blævar íbúðafélags, systurfélags íbúðarfélagsins Bjargs, sem er samstarfsverkefni ASÍ og BSRB. Bjarg mun annast umsjón með framkvæmdum og rekstri Blævar. Byggðar verða 36 íbúðir, sem verða tveggja til fjögurra herbergja, í tveimur fjölbýlishúsum og verða þær leigðar til félagsfólks VR. Stefnt er að því að íbúðirnar verði afhentar um áramótin 2024-2025. „Dagurinn í dag markar tímamót en mikil vinna hefur átt sér stað síðustu ár til að koma okkur á þennan stað,“ sagði Ragnar Þór við tilefnið. Ragnar sagði Blæ ekki óhagnaðardrifið félag en það legði höfuðáherslu á hagkvæma leigu, gæði og búsetuöryggi þeirra sem leigja. Hann sagðist vonast til þess að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir sambærilegir langtímafjárfestar kæmu að framtíðaruppbyggingu Blævar. Byggingariðnaður Stéttarfélög Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR en þar segir að með skóflustungunni hefjist langþráð uppbygging að leiguhúsnæði fyrir félagsfólk. Reykjavíkurborg úthlutaði VR lóð við Silfratjörn í Úlfarsárdal árið 2021. Í byrjun þessa árs var skrifað undir samstarfssamning við Íslenska aðalverktaka um þróun svæðisins og í dag var skrifað undir framkvæmdasamning um verkið og fyrsta skóflustungan tekin. Auk borgarstjóra og forseta VR tóku fulltrúar Íslenskra aðalverktaka og stjórnarfólk VR sér einnig skóflu í hönd og komu verkefninu formlega af stað.Vísir/Helena Rós Verkið er unnið undir formerkjum Blævar íbúðafélags, systurfélags íbúðarfélagsins Bjargs, sem er samstarfsverkefni ASÍ og BSRB. Bjarg mun annast umsjón með framkvæmdum og rekstri Blævar. Byggðar verða 36 íbúðir, sem verða tveggja til fjögurra herbergja, í tveimur fjölbýlishúsum og verða þær leigðar til félagsfólks VR. Stefnt er að því að íbúðirnar verði afhentar um áramótin 2024-2025. „Dagurinn í dag markar tímamót en mikil vinna hefur átt sér stað síðustu ár til að koma okkur á þennan stað,“ sagði Ragnar Þór við tilefnið. Ragnar sagði Blæ ekki óhagnaðardrifið félag en það legði höfuðáherslu á hagkvæma leigu, gæði og búsetuöryggi þeirra sem leigja. Hann sagðist vonast til þess að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir sambærilegir langtímafjárfestar kæmu að framtíðaruppbyggingu Blævar.
Byggingariðnaður Stéttarfélög Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira