Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 09:14 Waiola-kirkjan í Lahaina á Maui alelda í gróðureldunum á þriðjudag. AP/Matthew Thayer/The Maui News Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira