Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 23:24 „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í einni af færslum mannsins. AP Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira