„Ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli“ Aron Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2023 08:30 Martin verður ekki með íslenska landsliðinu í Tyrklandi Martin Hermannsson, atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta er hungraður í að snúa aftur inn á völlinn eftir erfið hnémeiðsli, sanna fyrir öllum að sami gamli Martin sé mættur aftur. Martin hefur í sumar verið við æfingar með íslenska landsliðinu sem hefur lokið undirbúningi sínum fyrir komandi forkeppni fyrir undankeppni Ólympíuleika næsta árs. Þó svo að staðan á honum núna sé mjög góð vildi félagslið hans Valencia hafa vaðið fyrir neðan sig, hann fer því ekki með landsliðinu til Tyrklands „Staðan á mér er bara hrikalega góð, hnéð er búið að vera mjög gott í gegnum þessa lotu. Andlega staðan er hins vegar ívið verri, ég var orðinn mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hafði gert mig tilbúinn í það. En þegar að maður horfir á skynsömu hliðina í þessu þá held ég að það sé sniðugra fyrir mig á þessum tímapunkti og vera ferskur með liðinu þegar það snýr aftur í febrúar.“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson í leik með ÍslandiVísir/Bára Dröfn En hvað veldur því að þú ferð ekki með liðinu í forkeppnina? „Þetta er í raun bara félagið mitt úti og kannski ég líka sem höfum mest að segja í þessu. Ég er náttúrulega að koma til baka úr erfiðum meiðslum en núna undanfarinn einn og hálfan mánuði hefur mér liðið mjög vel. Hvað komandi verkefni varðar þá er þar um að ræða marga leiki á skömmum tíma. Þannig að þetta er ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli. Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að vera það, að ég noti reynsluna sem ég bý að og haldi ekki út í eitthvað rugl. Verði frekar heill í febrúar þegar að leikirnir, sem við þurfum að vinna, koma.“ Í komandi forkeppni fyrir Ólympíuleikana er Ísland í riðli með Tyrklandi, Úkraínu og Búlgaríu. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum en af þeim fjórum liðum sem komast þangað er aðeins eitt sem tryggir sér sæti í undankeppni leikanna. Líkurnar ekki með okkur Hvernig horfir þessi forkeppni við þér? „Við erum alltaf bestir, ég hef engar áhyggjur af því. Liðið lítur vel út og framtíðin er björt. Í þessum leikmannahópi eru margir leikmenn sem að eru að koma mér á óvart. Auðvitað eru líkurnar ekki með okkur í þessu verkefni sem er fram undan í þessari forkeppni. Við erum að fara spila á móti mörgum af bestu þjóðum í heiminum. Þetta er verkefni þar sem að við megum ekki tapa leik. Stuðullinn er því ekki lágur en við ætlum að nýta þetta í að verða betri, þjappa okkur saman og gefa mönnum dýrmæta reynslu sem felst í því að spila á móti mörgum af bestu leikmönnum Evrópu. Þá reynslu nýtum við svo á réttan hátt í febrúar þegar að mótið kemur sem okkur langar virkilega mikið á.“ Hræðumst ekki neinn Og talandi um það verkefni, þá var dregið í undankeppni Evrópumótsins á dögunum en þar mun íslenska landsliðið þurfa að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. „Þetta var enginn draumadráttur,“ segir Martin. „Hefði maður fengið að velja sjálfur, þá hefði maður valið þetta aðeins öðruvísi. Við erum hins vegar bara komnir á þann stað sem landslið að við hræðumst ekki neinn.“ „Auðvitað var kannski verst að fá Tyrkland úr seinni styrkleikaflokknum þar sem að þeir voru svona fyrir fram lang sterkastir úr þeim flokki. Ungverjarnir eru kannski þeir sem við horfum kannski mest á sem liðið sem við þurfum að vinna tvisvar og við getum það klárlega en þurfum á sama tíma að hafa alla heila, alla með til þess að eiga góðan séns. Okkur, ásamt þjóðinni, langar rosalega mikið á annað stórmót og við ætlum að leggja okkur alla fram til þess að reyna ná því markmiði.“ Vill sanna sig upp á nýtt Martin er að koma til baka úr erfiðum kafla á sínum ferli. Hversu hungraður er hann að snúa aftur á keppnisvöllinn? „Alveg svakalega. Ég kom til baka eftir níu og hálfan mánuð í fjarveru, sem er rosalega snemmt eftir krossbandaslit og ætlaði að vera með einhverja stæla þarna og byrjaði í kjölfarið að finna fyrir smá bakslagi. Í sumar hef ég hins vegar náð að æfa mjög vel og mér líður eins og ég sé á þeim stað sem ég var á áður en ég sleit krossböndin. Núna er búið að gera mig að fyrirliða hjá Valencia og stórir hlutir að fara eiga sér stað á næsta tímabili. Mig langar rosalega að sanna mig upp á nýtt og sýna að ég sé enn þá sami gamli Martin, að ég sé mættur aftur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Martin hefur í sumar verið við æfingar með íslenska landsliðinu sem hefur lokið undirbúningi sínum fyrir komandi forkeppni fyrir undankeppni Ólympíuleika næsta árs. Þó svo að staðan á honum núna sé mjög góð vildi félagslið hans Valencia hafa vaðið fyrir neðan sig, hann fer því ekki með landsliðinu til Tyrklands „Staðan á mér er bara hrikalega góð, hnéð er búið að vera mjög gott í gegnum þessa lotu. Andlega staðan er hins vegar ívið verri, ég var orðinn mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hafði gert mig tilbúinn í það. En þegar að maður horfir á skynsömu hliðina í þessu þá held ég að það sé sniðugra fyrir mig á þessum tímapunkti og vera ferskur með liðinu þegar það snýr aftur í febrúar.“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson í leik með ÍslandiVísir/Bára Dröfn En hvað veldur því að þú ferð ekki með liðinu í forkeppnina? „Þetta er í raun bara félagið mitt úti og kannski ég líka sem höfum mest að segja í þessu. Ég er náttúrulega að koma til baka úr erfiðum meiðslum en núna undanfarinn einn og hálfan mánuði hefur mér liðið mjög vel. Hvað komandi verkefni varðar þá er þar um að ræða marga leiki á skömmum tíma. Þannig að þetta er ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli. Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að vera það, að ég noti reynsluna sem ég bý að og haldi ekki út í eitthvað rugl. Verði frekar heill í febrúar þegar að leikirnir, sem við þurfum að vinna, koma.“ Í komandi forkeppni fyrir Ólympíuleikana er Ísland í riðli með Tyrklandi, Úkraínu og Búlgaríu. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum en af þeim fjórum liðum sem komast þangað er aðeins eitt sem tryggir sér sæti í undankeppni leikanna. Líkurnar ekki með okkur Hvernig horfir þessi forkeppni við þér? „Við erum alltaf bestir, ég hef engar áhyggjur af því. Liðið lítur vel út og framtíðin er björt. Í þessum leikmannahópi eru margir leikmenn sem að eru að koma mér á óvart. Auðvitað eru líkurnar ekki með okkur í þessu verkefni sem er fram undan í þessari forkeppni. Við erum að fara spila á móti mörgum af bestu þjóðum í heiminum. Þetta er verkefni þar sem að við megum ekki tapa leik. Stuðullinn er því ekki lágur en við ætlum að nýta þetta í að verða betri, þjappa okkur saman og gefa mönnum dýrmæta reynslu sem felst í því að spila á móti mörgum af bestu leikmönnum Evrópu. Þá reynslu nýtum við svo á réttan hátt í febrúar þegar að mótið kemur sem okkur langar virkilega mikið á.“ Hræðumst ekki neinn Og talandi um það verkefni, þá var dregið í undankeppni Evrópumótsins á dögunum en þar mun íslenska landsliðið þurfa að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. „Þetta var enginn draumadráttur,“ segir Martin. „Hefði maður fengið að velja sjálfur, þá hefði maður valið þetta aðeins öðruvísi. Við erum hins vegar bara komnir á þann stað sem landslið að við hræðumst ekki neinn.“ „Auðvitað var kannski verst að fá Tyrkland úr seinni styrkleikaflokknum þar sem að þeir voru svona fyrir fram lang sterkastir úr þeim flokki. Ungverjarnir eru kannski þeir sem við horfum kannski mest á sem liðið sem við þurfum að vinna tvisvar og við getum það klárlega en þurfum á sama tíma að hafa alla heila, alla með til þess að eiga góðan séns. Okkur, ásamt þjóðinni, langar rosalega mikið á annað stórmót og við ætlum að leggja okkur alla fram til þess að reyna ná því markmiði.“ Vill sanna sig upp á nýtt Martin er að koma til baka úr erfiðum kafla á sínum ferli. Hversu hungraður er hann að snúa aftur á keppnisvöllinn? „Alveg svakalega. Ég kom til baka eftir níu og hálfan mánuð í fjarveru, sem er rosalega snemmt eftir krossbandaslit og ætlaði að vera með einhverja stæla þarna og byrjaði í kjölfarið að finna fyrir smá bakslagi. Í sumar hef ég hins vegar náð að æfa mjög vel og mér líður eins og ég sé á þeim stað sem ég var á áður en ég sleit krossböndin. Núna er búið að gera mig að fyrirliða hjá Valencia og stórir hlutir að fara eiga sér stað á næsta tímabili. Mig langar rosalega að sanna mig upp á nýtt og sýna að ég sé enn þá sami gamli Martin, að ég sé mættur aftur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira