Elvar og Fjalladís báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur og tveir yfirburðarsprettir þeirra skiluðu þeim einkuninni 8,92. Mikil rigning var í Oirschot í Hollandi þar sem mótið fer fram, en ríkjandi Íslandsmeistararnir létu það ekki á sig fá og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn örugglega.
Benedikt Ólafsson og Leiru-Björk voru þau sem næst komust því að ógna yfirburðum Elvars og Fjalladísar. Benedikt og Leiru-Björk eru ríkjandi Íslandsmeistarar ungmenna, og hafa unnið þann titil síðustu þrjú ár.
Benedikt og Leiru-Björk áttu tvo glæsilega spretti sem gáfu þeim 8,0 í einkunn, en það dugði til að landa heimsmeistaratitli ungmenna, sem og öðru sæti yfir alla keppendur kvöldsins óháð aldri.