Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 21:55 Dagur ásamt starfsmönnum sínum Gabríel Mána og Fannari Guðna sem stóðu í ströngu í dalnum yfir helgina. facebook Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. „Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum. Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira