Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 08:47 Jeffrey Ross Gunter var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á árunum 2019 til 2021. Nú vill hann gerast þingmaður. Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári. Í myndbandi segist Gunter meðal annars hafa auðmjúkur hafa þegið boð Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, að gerast sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þar segist hann hafa „barist við djúpríkið, barist við Kína og barist gegn rússneskum áhrifum á norðurslóðumׅ“, auk þess að hann leggur áherslu á „siðferðisþrek“ sitt og „heilindi“. Gunter fer í myndbandinu fögrum orðum um Trump og segist ætla að berjast fyrir hann og hans stefnumálum, þar með talið að klára múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann segir ennfremur að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi brugðist bandarísku þjóðinni. Gunter heitir því í myndbandinu að skapa störf í Nevada, lækka bensínverð og sem læknir, laga heilbrigðiskerfið. Hann hefur lengi starfað sem húðsjúkdómalæknir, verið virkur í Repúblikanaflokknum og lét á sínum tíma mikið fé til stuðnings framboðs Trump. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar 2021. Hann reyndist mjög umdeildur í störfum sínum, ekki síst eftir að fréttir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna var máluð afar dökk mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Gunter. Kom þar fram að starfsmenn sendiráðsins hafi óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafi hríðversnað vegna hans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í myndbandi segist Gunter meðal annars hafa auðmjúkur hafa þegið boð Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, að gerast sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þar segist hann hafa „barist við djúpríkið, barist við Kína og barist gegn rússneskum áhrifum á norðurslóðumׅ“, auk þess að hann leggur áherslu á „siðferðisþrek“ sitt og „heilindi“. Gunter fer í myndbandinu fögrum orðum um Trump og segist ætla að berjast fyrir hann og hans stefnumálum, þar með talið að klára múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann segir ennfremur að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi brugðist bandarísku þjóðinni. Gunter heitir því í myndbandinu að skapa störf í Nevada, lækka bensínverð og sem læknir, laga heilbrigðiskerfið. Hann hefur lengi starfað sem húðsjúkdómalæknir, verið virkur í Repúblikanaflokknum og lét á sínum tíma mikið fé til stuðnings framboðs Trump. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar 2021. Hann reyndist mjög umdeildur í störfum sínum, ekki síst eftir að fréttir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna var máluð afar dökk mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Gunter. Kom þar fram að starfsmenn sendiráðsins hafi óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafi hríðversnað vegna hans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46