Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 07:50 Meta segir það munu taka einhverja mánuði að gera umræddar breytingar en yfirvöld í Noregi segja það óásættanlegt. Getty/Anadolu Agency/Tayfun Coskun Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks. Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks.
Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira