Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 07:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á E. Jean Carroll. Meiðyrðamáli hans gegn henni hefur nú verið vísað frá og á hann yfuir höfði sér fjölmörg önnur mál. AP/Matt Rourke Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Sjá meira
Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21