Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 09:00 Mohamed Toumba, einn af hermönnum herforingjastjórnarinnar, ávarpar stuðningsmenn stjórnarinnar í Niamey í Níger í gær. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir. Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir.
Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07