Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 3-4 | KR-sigur í lygilegum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2023 16:00 Atli Sigurjónsson átti frábæran leik. Vísir/Vilhelm KR vann 4-3 sigur á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar komust nærri því að stela stigi á lokakaflanum. KR var að spila þriðja leik sinn í röð við andstæðing á meðal þeirra þriggja efstu eftir 2-1 tap fyrir Víkingi og sannfærandi 4-0 tap fyrir Val í síðustu tveimur leikjum. Síðasta tap KR fyrir Víkingsleikinn var í fyrri leiknum við Breiðablik, 1-0 í Vesturbæ 13. maí. KR hafði ekki fengið stakt stig gegn toppliðunum þremur fyrir leik dagsins. Breiðablik stendur í ströngu og mætti með 6-3 tap fyrir FCK á Parken á bakinu í leik dagsins og er á leið til Bosníu að spila við þarlenda meistara Zrinskji Mostar á fimmtudag í Evrópudeildinni. Vegna álags mætti breytt Blikalið til leiks í dag, alls voru sex breytingar frá tapinu í Danaríki. Líkt og svo oft áður náðu Blikar tökunum snemma leiks og héldu töluvert meira í boltann gegn þéttum KR-ingum sem mættu með breytt leikkerfi. Mögulega var það vegna neyðar þar sem Kennie Chopart er frá en Luke Rae fékk fágætt tækifæri í byrjunarliðinu og kom inn fyrir miðvörðinn Lúkas Magna Magnason og breytti KR því úr 3-4-3 í 4-3-3. Fjörug byrjun Það var Rae sem kom KR á bragðið á áttundu mínútu þegar KR átti skyndisókn eftir hornspyrnu Blika. Atli Sigurjónsson átti góðan sprett, kom boltanum í svæðið fyrir eldsnöggan Rae sem lék á Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, sem rann til. Eftirleikurinn auðveldur er hann renndi boltanum í netið. Blikar voru áfram með yfirhöndina úti á velli og Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði leikinn eftir kortersleik í kjölfar klaufaskaps Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem missti boltann við vítateigslínuna hægra megin. Anton Logi Lúðvíksson gaf lágan bolta fyrir markið, Ágúst komst fram fyrir Jakob Franz Pálsson, varnarmann KR á nærstönginni og afgreiddi boltann vel. Leikurinn spilaðist með svipuðum hætti það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Blikar stýrðu ferðinni en KR-ingar pressuðu vel á köflum, milli þess sem þeir settust djúpt niður gegn Blikaliðinu og virtust njóta þess ágætlega. Þá sóttu þeir hratt á Blika sem réðu vel við flestar skyndisóknirnar. Flest hjá Blikunum stoppaði á Jakobi Franz Pál sem var afar sterkur í miðverðinum hjá KR, eftir að hafa klikkað í marki Breiðabliks. Hann fylgdi því eftir með marki á 36. mínútu. Finnur Tómas Pálmason, félagi hans í miðverðinum, átti þá fyrirgjöf beint á koll Jakobs sem skallaði boltann laglega yfir Anton Ara í fjærhornið. Rosalegur kafli í byrjun seinni Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum. Blikarnir stýrðu honum fyrstu tíu mínúturnar og komust nærri því að skora en á 55. mínútu komst KR í fyrsta skipti yfir miðju eftir hlé. Atli Sigurjónsson tók á rás og átti svo gullfallegt skot sem söng í netinu. Við tóku ævintýralegar mínútur þar sem liðin sóttu hvert á eftir öðru. Blikar áttu tvö skot í stöng og KR eitt. Í raun var ótrúlegt að Blikar hafi ekki minnkað muninn á tíu mínútna kafla eftir mark Atla. Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson komu svo inn á til að glæða lífi í sóknarleikinn en það voru KR-ingar sem skoruðu sitt fjórða mark þegar Anton Ari Einarsson gerði slæm mistök í marki Breiðabliks. Hann misreiknaði hrapallega fallhlífarbolta Atla Sigurjóns úr aukaspyrnu utan af velli og Sigurður Bjartur Hallsson komst fram fyrir hann og potaði boltanum í autt markið af stuttu færi. Það gerði hann með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn af bekknum skömmu áður. Ótrúlegar lokamínútur Þegar leikurinn virtist vera að fjara út þegar Finnur Tómas Pálmason skoraði sjálfsmark eftir sendingu Jasons Daða undir lokin og staðan orðin 4-2. Skömmu síðar skoraði Höskuldur Gunnlaugsson stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og munurinn skyndilega eitt mark þegar mínúta var eftir af uppbótartíma. KR-ingar kláruðu hins vegar dæmið eftir spennuþrungnar lokamínútur og 4-3 sigur þeirra staðreynd. Af hverju vann KR? Afar beittar skyndisóknir og sterkur varnarleikur gegn Blikaliði sem spilaði alls ekki illa í dag. Markstangirnar hjálpuðu þeim þá oftar en einu sinni. Hverjir stóðu upp úr? Atli Sigurjónsson átti sinn besta leik í sumar. Hraði Luke Rae skipti KR-inga öllu máli í skyndisóknunum og hann hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark. Jakob Franz Pálsson átti góðan leik, skoraði gott mark og allt virtist stoppa á honum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þegar hann fór út af skoruðu Blikar tvö í lokin. Hvað mátti betur fara? Anton Ari Einarsson rann til í fyrra marki KR sem þó var í erfiðri stöðu þar sem Rae var sloppinn inn fyrir, en það hjálpaði líklega ekki til. Hann gerir þá afar slæm mistök í síðara markinu. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur til Bosníu og mætir króatískbosníska liðinu Zrinskji Mostar í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld. KR mætir Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn kemur að Meistaravöllum. Næsti deildarleikur Blika er sama dag er þeir sækja KA heim norður um heiðar. „Óboðlegt að fá á sig fjögur mörk á móti liði eins og KR“ Óskar Hrafn var ekki ánægður með sína menn.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ósáttur við varnarleik sinna manna í dag. „Það var margt gott sóknarlega en mun síðra varnarlega. Það er óboðlegt að fá á sig fjögur mörk á móti liði eins og KR, á heimavelli. En það þýðir lítið að vera að dvelja við þetta. Leikirnir hendast á mann einn af öðrum. Það var ekki kveikt á okkur varnarlega og þá refsar lið eins og KR okkur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Um varnarleikinn segir Óskar enn fremur: „Við erum bara langt frá mönnum, við mætum ekki í návigi, við stígum ekki upp í menn. Auðvitað eru mörkin í gjafmildari kantinum. (Vandamálið er) í raun bara heildarvarnarleikur liðsins. Sóknarlega fengum við góðar stöður og fín færi en þegar það er ekki kveikt á þér er það frekar varnarleikurinn sem klikkar.“ Óskar var þá spurður hvort hugur Blika væri við Evrópu, en þeir mæta bosnísku meisturunum á fimmtudag eftir tap fyrir FCK frá Danmörku á þriðjudaginn var. „Ég veit það ekki. Þú verður bara að spyrja leikmennina að því. En það er erfitt að fókusera á leik, hver og einn leikur í deildinni hefur kannski minni þýðingu en Evrópuleikur. Þá kannski er það eðli mannskepnunnar að einblína á það sem er stærra frekar en það minna. Maður veltir því fyrir sér en það er bara eins og þetta er. Við eigum að spila betur varnarlega en við gerðum í dag. Það var kveikt á mönnum þegar við vorum með boltann en ekki þegar við vorum án hans,“ segir Óskar Hrafn. „Hefðum verið til í að spennan hefði verið minni“ Theódór Elmar átti fínan leik á miðju KR.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var bara ljúft. Það er gott að fá þrjú stig á mjög erfiðum útivelli. Við erum sáttir. Við hefðum kannski verið til í að spennan hefði verið minni þegar staðan var 4-1, kannski klára þetta aðeins fagmannlegar en við fengum þrjú stig og erum gríðarlega sáttir með það,“ sagði Theódór Elmar Bjarnason, miðjumaður KR, eftir leik dagsins. Aðspurður um leiktímann, um verslunamannahelgi og hvernig gekk fyrir menn að gíra sig upp fyrir leik dagsins segir Theódór Elmar: „Það er geggjað að spila í rigningunni á frábæru gervigrasi. Nú fara menn á síðasta daginn á verslunarmannahelgi og fagna því vel. Við fögnum þessum þremur stigum sem lið og svo er bara áfram gakk.“ KR-ingar hafi þá verið ákveðnir að svara fyrir sig eftir slæmt tap fyrir Val í síðasta leik. „Við erum búnir að lenda í tveimur skellum á móti Val og við fundum að þetta var slys. Við vorum búnir að vera á frábærum stað í langan tíma, fá á okkur fá mörk og safna stigum svo okkur leið eins og þetta hefði verið slysaleikur. Við náðum að setja hann að baki og núllstilla okkur fyrir þennan,“ segir Theódór Elmar. Besta deild karla Breiðablik KR
KR vann 4-3 sigur á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar komust nærri því að stela stigi á lokakaflanum. KR var að spila þriðja leik sinn í röð við andstæðing á meðal þeirra þriggja efstu eftir 2-1 tap fyrir Víkingi og sannfærandi 4-0 tap fyrir Val í síðustu tveimur leikjum. Síðasta tap KR fyrir Víkingsleikinn var í fyrri leiknum við Breiðablik, 1-0 í Vesturbæ 13. maí. KR hafði ekki fengið stakt stig gegn toppliðunum þremur fyrir leik dagsins. Breiðablik stendur í ströngu og mætti með 6-3 tap fyrir FCK á Parken á bakinu í leik dagsins og er á leið til Bosníu að spila við þarlenda meistara Zrinskji Mostar á fimmtudag í Evrópudeildinni. Vegna álags mætti breytt Blikalið til leiks í dag, alls voru sex breytingar frá tapinu í Danaríki. Líkt og svo oft áður náðu Blikar tökunum snemma leiks og héldu töluvert meira í boltann gegn þéttum KR-ingum sem mættu með breytt leikkerfi. Mögulega var það vegna neyðar þar sem Kennie Chopart er frá en Luke Rae fékk fágætt tækifæri í byrjunarliðinu og kom inn fyrir miðvörðinn Lúkas Magna Magnason og breytti KR því úr 3-4-3 í 4-3-3. Fjörug byrjun Það var Rae sem kom KR á bragðið á áttundu mínútu þegar KR átti skyndisókn eftir hornspyrnu Blika. Atli Sigurjónsson átti góðan sprett, kom boltanum í svæðið fyrir eldsnöggan Rae sem lék á Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, sem rann til. Eftirleikurinn auðveldur er hann renndi boltanum í netið. Blikar voru áfram með yfirhöndina úti á velli og Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði leikinn eftir kortersleik í kjölfar klaufaskaps Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem missti boltann við vítateigslínuna hægra megin. Anton Logi Lúðvíksson gaf lágan bolta fyrir markið, Ágúst komst fram fyrir Jakob Franz Pálsson, varnarmann KR á nærstönginni og afgreiddi boltann vel. Leikurinn spilaðist með svipuðum hætti það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Blikar stýrðu ferðinni en KR-ingar pressuðu vel á köflum, milli þess sem þeir settust djúpt niður gegn Blikaliðinu og virtust njóta þess ágætlega. Þá sóttu þeir hratt á Blika sem réðu vel við flestar skyndisóknirnar. Flest hjá Blikunum stoppaði á Jakobi Franz Pál sem var afar sterkur í miðverðinum hjá KR, eftir að hafa klikkað í marki Breiðabliks. Hann fylgdi því eftir með marki á 36. mínútu. Finnur Tómas Pálmason, félagi hans í miðverðinum, átti þá fyrirgjöf beint á koll Jakobs sem skallaði boltann laglega yfir Anton Ara í fjærhornið. Rosalegur kafli í byrjun seinni Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum. Blikarnir stýrðu honum fyrstu tíu mínúturnar og komust nærri því að skora en á 55. mínútu komst KR í fyrsta skipti yfir miðju eftir hlé. Atli Sigurjónsson tók á rás og átti svo gullfallegt skot sem söng í netinu. Við tóku ævintýralegar mínútur þar sem liðin sóttu hvert á eftir öðru. Blikar áttu tvö skot í stöng og KR eitt. Í raun var ótrúlegt að Blikar hafi ekki minnkað muninn á tíu mínútna kafla eftir mark Atla. Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson komu svo inn á til að glæða lífi í sóknarleikinn en það voru KR-ingar sem skoruðu sitt fjórða mark þegar Anton Ari Einarsson gerði slæm mistök í marki Breiðabliks. Hann misreiknaði hrapallega fallhlífarbolta Atla Sigurjóns úr aukaspyrnu utan af velli og Sigurður Bjartur Hallsson komst fram fyrir hann og potaði boltanum í autt markið af stuttu færi. Það gerði hann með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn af bekknum skömmu áður. Ótrúlegar lokamínútur Þegar leikurinn virtist vera að fjara út þegar Finnur Tómas Pálmason skoraði sjálfsmark eftir sendingu Jasons Daða undir lokin og staðan orðin 4-2. Skömmu síðar skoraði Höskuldur Gunnlaugsson stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og munurinn skyndilega eitt mark þegar mínúta var eftir af uppbótartíma. KR-ingar kláruðu hins vegar dæmið eftir spennuþrungnar lokamínútur og 4-3 sigur þeirra staðreynd. Af hverju vann KR? Afar beittar skyndisóknir og sterkur varnarleikur gegn Blikaliði sem spilaði alls ekki illa í dag. Markstangirnar hjálpuðu þeim þá oftar en einu sinni. Hverjir stóðu upp úr? Atli Sigurjónsson átti sinn besta leik í sumar. Hraði Luke Rae skipti KR-inga öllu máli í skyndisóknunum og hann hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark. Jakob Franz Pálsson átti góðan leik, skoraði gott mark og allt virtist stoppa á honum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þegar hann fór út af skoruðu Blikar tvö í lokin. Hvað mátti betur fara? Anton Ari Einarsson rann til í fyrra marki KR sem þó var í erfiðri stöðu þar sem Rae var sloppinn inn fyrir, en það hjálpaði líklega ekki til. Hann gerir þá afar slæm mistök í síðara markinu. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur til Bosníu og mætir króatískbosníska liðinu Zrinskji Mostar í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld. KR mætir Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn kemur að Meistaravöllum. Næsti deildarleikur Blika er sama dag er þeir sækja KA heim norður um heiðar. „Óboðlegt að fá á sig fjögur mörk á móti liði eins og KR“ Óskar Hrafn var ekki ánægður með sína menn.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ósáttur við varnarleik sinna manna í dag. „Það var margt gott sóknarlega en mun síðra varnarlega. Það er óboðlegt að fá á sig fjögur mörk á móti liði eins og KR, á heimavelli. En það þýðir lítið að vera að dvelja við þetta. Leikirnir hendast á mann einn af öðrum. Það var ekki kveikt á okkur varnarlega og þá refsar lið eins og KR okkur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Um varnarleikinn segir Óskar enn fremur: „Við erum bara langt frá mönnum, við mætum ekki í návigi, við stígum ekki upp í menn. Auðvitað eru mörkin í gjafmildari kantinum. (Vandamálið er) í raun bara heildarvarnarleikur liðsins. Sóknarlega fengum við góðar stöður og fín færi en þegar það er ekki kveikt á þér er það frekar varnarleikurinn sem klikkar.“ Óskar var þá spurður hvort hugur Blika væri við Evrópu, en þeir mæta bosnísku meisturunum á fimmtudag eftir tap fyrir FCK frá Danmörku á þriðjudaginn var. „Ég veit það ekki. Þú verður bara að spyrja leikmennina að því. En það er erfitt að fókusera á leik, hver og einn leikur í deildinni hefur kannski minni þýðingu en Evrópuleikur. Þá kannski er það eðli mannskepnunnar að einblína á það sem er stærra frekar en það minna. Maður veltir því fyrir sér en það er bara eins og þetta er. Við eigum að spila betur varnarlega en við gerðum í dag. Það var kveikt á mönnum þegar við vorum með boltann en ekki þegar við vorum án hans,“ segir Óskar Hrafn. „Hefðum verið til í að spennan hefði verið minni“ Theódór Elmar átti fínan leik á miðju KR.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var bara ljúft. Það er gott að fá þrjú stig á mjög erfiðum útivelli. Við erum sáttir. Við hefðum kannski verið til í að spennan hefði verið minni þegar staðan var 4-1, kannski klára þetta aðeins fagmannlegar en við fengum þrjú stig og erum gríðarlega sáttir með það,“ sagði Theódór Elmar Bjarnason, miðjumaður KR, eftir leik dagsins. Aðspurður um leiktímann, um verslunamannahelgi og hvernig gekk fyrir menn að gíra sig upp fyrir leik dagsins segir Theódór Elmar: „Það er geggjað að spila í rigningunni á frábæru gervigrasi. Nú fara menn á síðasta daginn á verslunarmannahelgi og fagna því vel. Við fögnum þessum þremur stigum sem lið og svo er bara áfram gakk.“ KR-ingar hafi þá verið ákveðnir að svara fyrir sig eftir slæmt tap fyrir Val í síðasta leik. „Við erum búnir að lenda í tveimur skellum á móti Val og við fundum að þetta var slys. Við vorum búnir að vera á frábærum stað í langan tíma, fá á okkur fá mörk og safna stigum svo okkur leið eins og þetta hefði verið slysaleikur. Við náðum að setja hann að baki og núllstilla okkur fyrir þennan,“ segir Theódór Elmar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti