Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:53 Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. „Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42
„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01