Þrjátíu ára aldurstakmark en allir yfir tvítugu velkomnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 12:00 Fólk er þegar farið að flykkjast á Akureyri fyrir Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm Stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og víða mikil dagskrá í tilefni hennar. Akureyringar hefja helgina á Sjallaballi í kvöld, þar sem er þrjátíu ára „aldurstakmark“ samkvæmt hefð. Skipuleggjandi segir þó að þeir sem hafa náð aldri fái að fara inn á ballið. Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum. Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum.
Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44
Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00