Færeyjar á undan Íslandi að tryggja sér lið í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:59 Leikmenn KÍ fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Häcken í gærkvöld, eftir framlengdan 3-3 leik. EPA/Adam Ihse Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Færeyjum eftir tímamótasigur KÍ frá Klaksvík í einvíginu við Svíþjóðarmeistara Häcken í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31
Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00