Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2023 20:00 FCK vann Breiðablik samanlagt 8-3 Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Slovan Bratislava í undankeppni Evrópudeildarinnar. Jason Daði braut ísinn með marki fyrir Blikana á 10. mínútu leiksins. Útlitið var mjög gott, Breiðablik hafði byrjað leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæran fótbolta fyrstu þrjátíu mínúturnar. William Clem, 19 ára leikmaður FCK, átti hræðilegan dag á miðjunni. Tapaði boltanum oft og varðist uppspili Blikanna illa. Hann var tekinn út af á 29. mínútu og Elias Achouri settur inn. Þessi skipting sneri algjörlega gæfunni, aðeins nokkrum mínútum síðar settu FCK þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Diogo Goncalves setti fyrsta markið úr aukaspyrnu eftir að Viktor Örn braut af sér rétt fyrir utan teig. Goncalves lagði annað markið upp á varamanninn Elias Achouri. Jordan Larsson skoraði svo þriðja markið eftir stoðsendingu Orra Steins Óskarssonar. Eftir frábæra byrjun á leiknum fundu Blikarnir sig skyndilega 3-1 undir. Liðið missti allan móð við þetta og ekki bætti úr sök að Orri Steinn skoraði sjálfur fjórða mark FCK rétt fyrir hálfleikslok. Orri Steinn fullkomnaði svo sína þrennu og sex mörkin alls fyrir FCK með mörkum á 47. og 56. mínútu. Kristni Steindórssyni tókst reyndar að minnka muninn þarna í millitíðinni með marki á 51. mínútu eftir stoðsendingu Andra Rafns. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði svo þriðja mark Breiðabliks beint úr aukaspyrnu á 74. mínútu. Blikarnir héldu hausnum uppi allan leikinn þrátt fyrir að útlitið væri ansi svart eftir þennan markakafla FCK í fyrri hálfleik, uppskáru þrjú mörk og ganga stoltir frá borði með sína frammistöðu í þessum leik. Af hverju vann FCK? Í báðum leikjum þessara liða hefur munur liðanna verið nokkuð augljós þegar á reynir. Blikarnir voru vel spilandi og sköpuðu sér ágætis stöður, en þegar FCK spilið small saman var það í allt öðrum gæðaflokki. Hverjir stóðu upp úr? Orri Steinn Óskarsson var maður leiksins, ekki spurning, þrenna og ein stoðsending. Lék sér að miðvörðum Blikanna. Hvað gekk illa? Blikarnir misstu einbeitingu í fjórar mínútur og fengu á sig þrjú mörk. Hrikalega brött brekka eftir það, algjör klaufaskapur að fá öll þessi mörk á sig eftir að hafa komist yfir snemma og litið mjög vel út. Hvað gerist næst? FCK heldur áfram í þriðju umferð forkeppninnar, mæta þar Sparta Prag. Með þessum sigri eru þeir búnir að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar eru langt frá því að vera úr leik, þeir mæta næst Zrinjski Mostar frá Bosníu í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þaðan fara þeir annaðhvort í umspil um sæti í Evrópu- eða Sambandsdeildinni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Slovan Bratislava í undankeppni Evrópudeildarinnar. Jason Daði braut ísinn með marki fyrir Blikana á 10. mínútu leiksins. Útlitið var mjög gott, Breiðablik hafði byrjað leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæran fótbolta fyrstu þrjátíu mínúturnar. William Clem, 19 ára leikmaður FCK, átti hræðilegan dag á miðjunni. Tapaði boltanum oft og varðist uppspili Blikanna illa. Hann var tekinn út af á 29. mínútu og Elias Achouri settur inn. Þessi skipting sneri algjörlega gæfunni, aðeins nokkrum mínútum síðar settu FCK þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Diogo Goncalves setti fyrsta markið úr aukaspyrnu eftir að Viktor Örn braut af sér rétt fyrir utan teig. Goncalves lagði annað markið upp á varamanninn Elias Achouri. Jordan Larsson skoraði svo þriðja markið eftir stoðsendingu Orra Steins Óskarssonar. Eftir frábæra byrjun á leiknum fundu Blikarnir sig skyndilega 3-1 undir. Liðið missti allan móð við þetta og ekki bætti úr sök að Orri Steinn skoraði sjálfur fjórða mark FCK rétt fyrir hálfleikslok. Orri Steinn fullkomnaði svo sína þrennu og sex mörkin alls fyrir FCK með mörkum á 47. og 56. mínútu. Kristni Steindórssyni tókst reyndar að minnka muninn þarna í millitíðinni með marki á 51. mínútu eftir stoðsendingu Andra Rafns. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði svo þriðja mark Breiðabliks beint úr aukaspyrnu á 74. mínútu. Blikarnir héldu hausnum uppi allan leikinn þrátt fyrir að útlitið væri ansi svart eftir þennan markakafla FCK í fyrri hálfleik, uppskáru þrjú mörk og ganga stoltir frá borði með sína frammistöðu í þessum leik. Af hverju vann FCK? Í báðum leikjum þessara liða hefur munur liðanna verið nokkuð augljós þegar á reynir. Blikarnir voru vel spilandi og sköpuðu sér ágætis stöður, en þegar FCK spilið small saman var það í allt öðrum gæðaflokki. Hverjir stóðu upp úr? Orri Steinn Óskarsson var maður leiksins, ekki spurning, þrenna og ein stoðsending. Lék sér að miðvörðum Blikanna. Hvað gekk illa? Blikarnir misstu einbeitingu í fjórar mínútur og fengu á sig þrjú mörk. Hrikalega brött brekka eftir það, algjör klaufaskapur að fá öll þessi mörk á sig eftir að hafa komist yfir snemma og litið mjög vel út. Hvað gerist næst? FCK heldur áfram í þriðju umferð forkeppninnar, mæta þar Sparta Prag. Með þessum sigri eru þeir búnir að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar eru langt frá því að vera úr leik, þeir mæta næst Zrinjski Mostar frá Bosníu í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þaðan fara þeir annaðhvort í umspil um sæti í Evrópu- eða Sambandsdeildinni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti