Pysja föst við JL húsið: „Það vildu allir bjarga dýrinu“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 22:01 Pysjan festist milli steina en var þar ekki í morgun. Lundapysja festist á milli steina við JL húsið í nótt. Gígja Sara Björnsdóttir sem fann dýrið veit ekki um afdrif þess en vonar að sagan hafi endað vel. „Fólk er ótrúlegt. Það vildu allir bjarga dýrinu,“ segir Gígja sem starfar sem sviðshöfundur. En hún fann dýrið nálægt JL húsinu um klukkan tvö í nótt og reyndi að koma til bjargar. Gígja segist aldrei hafa séð pysju og vissi ekkert hvernig ætti að bera sig að. En hún hafði heyrt að lundar leiti í ljós. Þessi fugl þurfti augljóslega að komast aftur á haf út. Vappaði pysjan að grjótgarðinum en festist þar á milli steina og lenti í sjálfheldu. Hafði Gígja þá samband við lögreglumann sem reyndist vera frá Vestmannaeyjum og vildi hjálpa. „Hann var yndislegur. Að fá símtal um nótt um pysju og drífa sig á stað,“ segir Gígja. Þegar lögreglumaðurinn kom var pysjan hins vegar komin enn þá lengra inn á milli steinanna og ekki tókst að ná henni út. Einnig var haft samband við samtökin Dýrfinnu og Dýraþjónustu Reykjavíkur sem vildu hjálpa en akkúrat á þessum tíma var sprungið dekk hjá bíl Dýraþjónustunnar. Morguninn eftir fór Gígja að athuga með pysjuna en þá var hún horfin. Hún sá aðeins blautan þara þar sem pysjan hafði setið föst nóttina áður. „Ég óska þess svo mikið að það hafi verið fallegur endir,“ segir hún. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Fólk er ótrúlegt. Það vildu allir bjarga dýrinu,“ segir Gígja sem starfar sem sviðshöfundur. En hún fann dýrið nálægt JL húsinu um klukkan tvö í nótt og reyndi að koma til bjargar. Gígja segist aldrei hafa séð pysju og vissi ekkert hvernig ætti að bera sig að. En hún hafði heyrt að lundar leiti í ljós. Þessi fugl þurfti augljóslega að komast aftur á haf út. Vappaði pysjan að grjótgarðinum en festist þar á milli steina og lenti í sjálfheldu. Hafði Gígja þá samband við lögreglumann sem reyndist vera frá Vestmannaeyjum og vildi hjálpa. „Hann var yndislegur. Að fá símtal um nótt um pysju og drífa sig á stað,“ segir Gígja. Þegar lögreglumaðurinn kom var pysjan hins vegar komin enn þá lengra inn á milli steinanna og ekki tókst að ná henni út. Einnig var haft samband við samtökin Dýrfinnu og Dýraþjónustu Reykjavíkur sem vildu hjálpa en akkúrat á þessum tíma var sprungið dekk hjá bíl Dýraþjónustunnar. Morguninn eftir fór Gígja að athuga með pysjuna en þá var hún horfin. Hún sá aðeins blautan þara þar sem pysjan hafði setið föst nóttina áður. „Ég óska þess svo mikið að það hafi verið fallegur endir,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira