Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 21:55 Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. „Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46