Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 21:55 Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. „Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46