Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 14:51 Nemendur í skóla sem rekinn er af El Roi mótmæltu því að hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar hefði verið rænt nærri Port-au-Prince. AP/Odelyn Joseph Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29