Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði.
Þá fjöllum við um aðgengismál fatlaðra í millilandaflugi en formaður ÖBÍ segir að ófatlað fólk myndi aldrei sætta sig við að vera meðhöndlað eins og farangur í flugi.
Einnig verður rætt við eldfjallafræðing um jarðskjálftahrinuna við Torfajökul sem telur þó meiri líkur á gosi í Öskju eins og stendur.
Að auki segjum við frá samningi Búseta við leigufélagið Heimstaden sem er að hverfa af leigumarkaði hér á landi.