Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum fjöllum við um útsýnisflugið frá Reykjavíkurflugvelli sem sætt hefur nokkurri gagnrýni frá íbúum í nágrenninu. 

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði.

Þá fjöllum við um aðgengismál fatlaðra í millilandaflugi en formaður ÖBÍ segir að ófatlað fólk myndi aldrei sætta sig við að vera meðhöndlað eins og farangur í flugi. 

Einnig verður rætt við eldfjallafræðing um jarðskjálftahrinuna við Torfajökul sem telur þó meiri líkur á gosi í Öskju eins og stendur. 

Að auki segjum við frá samningi Búseta við leigufélagið Heimstaden sem er að hverfa af leigumarkaði hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×