Sport

Virgil van Dijk verður fyrirliði og Trent varafyrirliði

Andri Már Eggertsson skrifar
Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru nýjir fyrirliðar Liverpool
Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru nýjir fyrirliðar Liverpool Vísir/Getty

Liverpool hefur tilkynnt að Virgil van Dijk verði nýr fyrirliði félagsins. Trent Alexander-Arnold verður varafyrirliði.

Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq fyrr í mánuðinum. Hann var fyrirliði Liverpool í átta ár frá árinu 2015-2023. Sem fyrirliði vann Henderson meðal annars ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

Liverpool hefur gefið það út að van Dijk verði nýr fyrirliði. Hann hefur leikið með félaginu síðan 2018 og átt ansi farsæla tíma. Frá árinu 1959 hefur Liverpool verið með 20 formlega fyrirliða og hann verður númer 21.

 

„Að vera fyrirliði Hollands og Liverpool er ótrúlegt og eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér að dreyma um en ég er mjög stoltur af þessu. Við misstum báða fyrirliðana okkar í sumar og það er breyting sem leikmennirnir þurfa að venjast,“ sagði van Dijk og vísaði þar í að Henderson og James Milner eru farnir.

„Ég er glaður fyrir hönd Trent [Alexander-Arnold] sem er orðinn varafyrirliði. Ég held að hann sé spenntur fyrir þeirri auknu ábyrgð sem því fylgir.“

 

Fyrirliðinn var ekki sáttur með síðasta tímabil og sagði að liðið verði að spila betur á komandi tímabili.

„Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir okkur alla. Núna munum við stíga upp og við ætlum að finna stöðuleikann sem við höfum verið með síðustu ár. Við erum með leikmennina, við erum með gæðin og allt annað sem þarf til en þetta verður ekki auðvelt. Ég er sannfærður um að þetta verði gott tímabil.“

James Milner fór í Brighton fyrr í sumar eftir að hafa leikið með Liverpool frá árinu 2015-2023 líkt og Henderson var Milner varafyrirliði allan sinn tíma hjá Liverpool. Í hans stað verður Trent Alexander var fyrirliði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×