Paul Reubens sem lék Pee-wee Herman látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2023 17:56 Reubens var lang þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman. AP Bandaríski leikarinn Paul Reubens lést í gær sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku. Reubens lést eftir baráttu við krabbamein en ekki hafði verið greint frá því áður að hann væri að kljást við sjúkdóminn. Leikarinn og grínistinn var fæddur í Peekskill í New York árið 1952 inn í gyðingafjölskyldu. Á áttunda áratugnum byrjaði hann að koma fram sem grínisti í klúbbum og sjónvarpsþáttum. Árið 1980 hófst kvikmyndaferillinn hans með litlu hlutverki í kvikmyndinni The Blues Brothers. Reubens bjó til persónuna Pee-wee Herman og sást hún fyrst á sviði þegar Reubens kom fram með sviðslistahópnum The Groundlings árið 1977. Árið 1980 birtist Pee-wee á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Cheech & Chong´s Next movie. Pee-wee varð sífellt stærri og stærri. Hann birtist í sínum eigin sjónvarpsþáttum, The Pee-wee Herman Show og kvikmyndinni Pee-wee´s Big Adventure eftir leikstjórann Tim Burton. Fróaði sér í kvikmyndahúsi Í júlí árið 1991 var Reubens handtekinn í borginni Sarasota í Flórída fylki fyrir að fróa sér í erótísku kvikmyndahúsi. Reubens játaði glæp sinn og var dæmdur til 75 klukkustunda samfélagsvinnu. Reubens var í tvígang handtekinn vegna brota af kynferðislegum toga.AP Handtakan varð að stórfrétt og Reubens missti kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsingaverkefni í kjölfarið. Engu að síður voru margir kollegar hans í Hollywood sem komu honum til varnar. Umsvif Rubens í Hollywood voru langtum minni á tíunda áratugnum en þeim níunda en hann fékk þó ýmis verkefni, svo sem lítil hlutverk í kvikmyndum á borð við Batman Returns, Matilda og Mystery Men. Önnur handtaka Reubens virtist vera að snúa ferlinum aftur þegar hann lék í kvikmyndinni Blow árið 2001 og fékk mikið lof fyrir. Í nóvember árið 2002 var hann hins vegar aftur handtekinn, nú fyrir vörslu barnakláms. Lögreglan í Los Angeles gerði húsleit á heimili hans og tók 70 þúsund hluti. Þar á meðal ljósmyndir sem hún skilgreindi sem barnaklám og var Reubens ákærður fyrir vörslu kynferðislegs efnis sem sýndi barn undir 18 ára aldri. Lögmaður Reubens hafnaði þessu og sagði myndirnar vera svokallaða kitch list, og sumar myndirnar væru yfir 100 ára gamlar, nektarmyndir af ungum mönnum. Þær væru ekki kynferðislegar. Í marsmánuði árið 2004 var ákæran látin niður falla gegn því að Reubens játaði á sig minniháttar klámbrot. Var honum gert að tilkynna sig næstu þrjú árin hjá lögreglu og var bannað að vera einn í kringum börn. Vinsæll raddleikari Þrátt fyrir þetta var ferill Reubens ekki búinn. Reubens hefur leikið í fjölmörgum bíómyndum og sjónvarpsþáttum eftir þetta. Oft hefur hann komið fram sem raddleikari, bæði í teiknimyndum og í tölvuleikjum. Síðasta bíómyndin sem Reubens lék í var Netflix myndin Pee-wee´s Big Holiday árið 2016. Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Reubens lést eftir baráttu við krabbamein en ekki hafði verið greint frá því áður að hann væri að kljást við sjúkdóminn. Leikarinn og grínistinn var fæddur í Peekskill í New York árið 1952 inn í gyðingafjölskyldu. Á áttunda áratugnum byrjaði hann að koma fram sem grínisti í klúbbum og sjónvarpsþáttum. Árið 1980 hófst kvikmyndaferillinn hans með litlu hlutverki í kvikmyndinni The Blues Brothers. Reubens bjó til persónuna Pee-wee Herman og sást hún fyrst á sviði þegar Reubens kom fram með sviðslistahópnum The Groundlings árið 1977. Árið 1980 birtist Pee-wee á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Cheech & Chong´s Next movie. Pee-wee varð sífellt stærri og stærri. Hann birtist í sínum eigin sjónvarpsþáttum, The Pee-wee Herman Show og kvikmyndinni Pee-wee´s Big Adventure eftir leikstjórann Tim Burton. Fróaði sér í kvikmyndahúsi Í júlí árið 1991 var Reubens handtekinn í borginni Sarasota í Flórída fylki fyrir að fróa sér í erótísku kvikmyndahúsi. Reubens játaði glæp sinn og var dæmdur til 75 klukkustunda samfélagsvinnu. Reubens var í tvígang handtekinn vegna brota af kynferðislegum toga.AP Handtakan varð að stórfrétt og Reubens missti kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsingaverkefni í kjölfarið. Engu að síður voru margir kollegar hans í Hollywood sem komu honum til varnar. Umsvif Rubens í Hollywood voru langtum minni á tíunda áratugnum en þeim níunda en hann fékk þó ýmis verkefni, svo sem lítil hlutverk í kvikmyndum á borð við Batman Returns, Matilda og Mystery Men. Önnur handtaka Reubens virtist vera að snúa ferlinum aftur þegar hann lék í kvikmyndinni Blow árið 2001 og fékk mikið lof fyrir. Í nóvember árið 2002 var hann hins vegar aftur handtekinn, nú fyrir vörslu barnakláms. Lögreglan í Los Angeles gerði húsleit á heimili hans og tók 70 þúsund hluti. Þar á meðal ljósmyndir sem hún skilgreindi sem barnaklám og var Reubens ákærður fyrir vörslu kynferðislegs efnis sem sýndi barn undir 18 ára aldri. Lögmaður Reubens hafnaði þessu og sagði myndirnar vera svokallaða kitch list, og sumar myndirnar væru yfir 100 ára gamlar, nektarmyndir af ungum mönnum. Þær væru ekki kynferðislegar. Í marsmánuði árið 2004 var ákæran látin niður falla gegn því að Reubens játaði á sig minniháttar klámbrot. Var honum gert að tilkynna sig næstu þrjú árin hjá lögreglu og var bannað að vera einn í kringum börn. Vinsæll raddleikari Þrátt fyrir þetta var ferill Reubens ekki búinn. Reubens hefur leikið í fjölmörgum bíómyndum og sjónvarpsþáttum eftir þetta. Oft hefur hann komið fram sem raddleikari, bæði í teiknimyndum og í tölvuleikjum. Síðasta bíómyndin sem Reubens lék í var Netflix myndin Pee-wee´s Big Holiday árið 2016.
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira