„Bless X“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 10:35 Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. „Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“ Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“
Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira