Erlent

Banka­ræningi náðist eftir að hann datt ofan í endur­vinnslu­tunnu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tristan Heidl reyndi að ræna banka í Huron í Ohio en endaði í endurvinnslutunnu og síðan í fangaklefa.
Tristan Heidl reyndi að ræna banka í Huron í Ohio en endaði í endurvinnslutunnu og síðan í fangaklefa. Samsett/Huron Police

Bankaræningi datt ofan í bláa endurvinnslutunnu þegar hann reyndi að flýja af vettvangi í Huron í Ohio. Lögregluþjónar biðu eftir honum við tunnuna og var hann í kjölfarið handtekinn.

Lögreglan í Huron greindi frá því að lögregluþjónar hefðu mætt á vettvang um tvö aðfaranótt fimmtudags eftir að viðvörunarbjöllur samvinnubankans VacationLand Federal Credit Union fóru af stað.

Terry Graham, lögreglustjóri í Huron, sagði við fjölmiðla vestanhafs að lögregluþjónar hefðu heyrt hávaða ofan af þakinu yfir bílalúgu bankans. Búið var að opna þaklúgu upp á þakið og þar beint fyrir neðan var blá endurvinnslutunna.

Lögregluþjónar góma Tristan í tunnunni.Huron Police

Á myndum úr búkmyndavélum lögreglumanna má sjá hvernig þeir biðu eftir að bankaræninginn, hinn 27 ára Tristan Heidl, kæmi niður úr lúgunni. Hann birtist að lokum og var þá handtekinn.

„Hann var samvinnufús þegar hann var gómaður,“ sagði Graham um Heidl í samtali við Fox. „Hann svaraði spurningum lögregluþjóna heiðarlega og sagðist vera blankur.“

Heidl hélt á tösku með verkfærum og hafði stillt endurvinnslutunnunni undir þaklúgunni til að komast inn í bankann.

Ansi skondin mynd af Tristan lenda í tunnunni.Huron Police



Fleiri fréttir

Sjá meira


×