Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2023 08:24 Trump hafði ekki erindi sem erfiði með málsókn sinni. Hins vegar er glímu hans við lögin ekki enn lokið og á hann enn yfir höfði sér nokkur dómsmál. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. Trump höfðaði mál gegn fréttamiðlinum fyrir að lýsa fullyrðingum hans um að kosningunum 2020 hefði verið stolið sem „stóru lyginni“. Trump vildi meina að frasinn vísaði til áróðurs nasista sem notuðu hann til að réttlæta ofsóknir gegn gyðingum. Miðillinn væri þannig að líkja honum við Adolf Hitler. Héraðsdómarinn Raag Singhal, sem var skipaður í valdatíð Trump, vísaði kærunni frá í gær. „Andstyggilegar“ staðhæfingar en ekki ærumeiðandi Singhal sagði um væri að ræða ummæli sem lýstu skoðun en ekki yfirlýsingum um staðreyndir og því gætu þau ekki flokkast sem ærumeiðandi. „Það er ekki spurning að fullyrðingarnar sem CNN setti fram uppfylla skilyrði um ærumeiðingar samkvæmt lögum í Flórída. Næsta spurning er hvort þær hafi verið rangar staðhæfingar um staðreyndir. Það er þar sem meiðyrðamálsókn Trump fellur saman,“ skrifaði Singhal í úrskurði sínum. Að sögn Singhal væri ekkert sem benti til að CNN væri að ýja að því að Trump hefði talað fyrir ofsóknum gegn gyðingum eða nokkrum öðrum hópi. Áhorfendur gætu ekki mögulega gert þær tengingar. „Þó staðhæfingar CNN séu andstyggilegar, voru þær ekki, samkvæmt lögum, ærumeiðandi,“ bætti Singhal við. Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Trump höfðaði mál gegn fréttamiðlinum fyrir að lýsa fullyrðingum hans um að kosningunum 2020 hefði verið stolið sem „stóru lyginni“. Trump vildi meina að frasinn vísaði til áróðurs nasista sem notuðu hann til að réttlæta ofsóknir gegn gyðingum. Miðillinn væri þannig að líkja honum við Adolf Hitler. Héraðsdómarinn Raag Singhal, sem var skipaður í valdatíð Trump, vísaði kærunni frá í gær. „Andstyggilegar“ staðhæfingar en ekki ærumeiðandi Singhal sagði um væri að ræða ummæli sem lýstu skoðun en ekki yfirlýsingum um staðreyndir og því gætu þau ekki flokkast sem ærumeiðandi. „Það er ekki spurning að fullyrðingarnar sem CNN setti fram uppfylla skilyrði um ærumeiðingar samkvæmt lögum í Flórída. Næsta spurning er hvort þær hafi verið rangar staðhæfingar um staðreyndir. Það er þar sem meiðyrðamálsókn Trump fellur saman,“ skrifaði Singhal í úrskurði sínum. Að sögn Singhal væri ekkert sem benti til að CNN væri að ýja að því að Trump hefði talað fyrir ofsóknum gegn gyðingum eða nokkrum öðrum hópi. Áhorfendur gætu ekki mögulega gert þær tengingar. „Þó staðhæfingar CNN séu andstyggilegar, voru þær ekki, samkvæmt lögum, ærumeiðandi,“ bætti Singhal við.
Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56