Biskupabrölt Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 28. júlí 2023 18:31 Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin á aðfangadagskvöld . Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu eða er það svo ? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum á undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér á Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er ég glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin á aðfangadagskvöld . Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu eða er það svo ? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum á undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér á Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er ég glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun