Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 11:52 Ari Daníelsson var stjórnarmaður í Íslandsbanka í rúmt ár. Vísir Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. Þetta kom fram þegar Ari kvað sér hljóðs á hluthafafundi bankans í hádeginu. Hann segist hafa tekið sæti í stjórn bankans þremur dögum áður en útboðið hófst og að stjórn hafi ekki komið saman áður en það hófst. Hann hafi fyrir tilviljun verið staddur á fundi með regluverði bankans þegar útboðið hófst. Þá hafi hann spurt regluvörðinn hvort hann mætti taka þátt í útboðinu og fengið þau svör að ekkert stæði því í vegi. Hann hafi því ákveðið að leggja fram tilboð upp á 122 krónur á hlut fyrir alls 55 milljónir króna í gegnum eignahaldsfélag í hans eigu, sem skilgreint er sem fagfjárfestir. Þá hafi hann ekki keypt í gegnum Íslandsbanka heldur annan framkvæmdaraðila útboðsins. Ari segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlut í bankanum vegna þeirrar skoðunar sinnar að stjórnarmenn í skráðum almenningshlutafélögum ættu að eiga hlut í félaginu. Þá hafi hann metið það sem svo, sem áhættufælinn langtímafjárfestir, að hlutur í Íslandsbanka væri góð fjárfesting. „Þátttaka mín var óheppileg. Ég sá það ekki fyrir og mér þykir það miður. Ég harma það að hafa ekki metið þátttöku mína frá fleiri hliðum,“ sagði Ari. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Þetta kom fram þegar Ari kvað sér hljóðs á hluthafafundi bankans í hádeginu. Hann segist hafa tekið sæti í stjórn bankans þremur dögum áður en útboðið hófst og að stjórn hafi ekki komið saman áður en það hófst. Hann hafi fyrir tilviljun verið staddur á fundi með regluverði bankans þegar útboðið hófst. Þá hafi hann spurt regluvörðinn hvort hann mætti taka þátt í útboðinu og fengið þau svör að ekkert stæði því í vegi. Hann hafi því ákveðið að leggja fram tilboð upp á 122 krónur á hlut fyrir alls 55 milljónir króna í gegnum eignahaldsfélag í hans eigu, sem skilgreint er sem fagfjárfestir. Þá hafi hann ekki keypt í gegnum Íslandsbanka heldur annan framkvæmdaraðila útboðsins. Ari segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlut í bankanum vegna þeirrar skoðunar sinnar að stjórnarmenn í skráðum almenningshlutafélögum ættu að eiga hlut í félaginu. Þá hafi hann metið það sem svo, sem áhættufælinn langtímafjárfestir, að hlutur í Íslandsbanka væri góð fjárfesting. „Þátttaka mín var óheppileg. Ég sá það ekki fyrir og mér þykir það miður. Ég harma það að hafa ekki metið þátttöku mína frá fleiri hliðum,“ sagði Ari.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41