Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 15:01 Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. „Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal
Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira