Hélt fram áratuga yfirhylmingu á fljúgandi furðuhlutum á þinginu Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 08:54 David Grusch sver eið þess að segja satt frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildarinnar um eftirlit og ábyrgð. Hann segir Bandaríkin hafa hylmt yfir rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum í áratugi. Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, hafa neitað yfirlýsingum Grusch. AP/Nathan Howard Fyrrverandi starfsmaður hjá leyniþjónustu bandaríska flughersins hélt því fram á þinginu í gær að Bandaríkin hefðu haldið leyndu áratugalöngu verkefni sem snerist um að hafa upp á fljúgandi furðuhlutum til að endurgera þá. Pentagon segir ekkert renna stoðum undir yfirlýsingar mannsins. David Grusch, fyrrverandi majór hjá flughernum, greindi frá þessu í vitnisburði sínum frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vitnisburður Grusch er hluti af frekari rannsóknum þingsins á svokölluðum „óþekktum fljúgandi fyrirbærum“ (e. UAP - Unidentified Aerial Phenomena) en það hugtak hefur komið í stað hins klassíska fljúgandi furðuhlutar (e. UFO - Unidentified Flying Object). Bæði demókratar og repúblikanar hafa þrýst á frekari rannsóknir á fyrirbærunum þar sem það varði þjóðaröryggi. Meðal þingmanna ríkir ótti um að þau óþekktu fyrirbæri sem flugmenn hersins hafa séð séu á vegum mótherja þjóðarinnar. Vitneskja um „ómennska“ virkni í áratugi Grusch greindi frá því að árið 2019 hefði hann verið beðinn af yfirmanni starfshóps um fljúgandi furðuhluti að staðfesta öll háleynileg verkefni sem sneru að verkefni hópsins. Á þeim tíma vann Grusch hjá National Reconnaissance Office, skrifstofu um þjóðarnjósnir sem sér um njósnagervihnetti Bandaríkjanna. David Grusch sagðist hafa gerst uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna á háleynilegu verkefni Bandaríkjanna sem tengdist fljúgandi furðuhlutum.AP/Nathan Howard Grusch sagði að í störfum sínum hefði honum verið greint frá verkefni sem náði áratugi aftur í tímann og gengi út á að hafa uppi á fljúgandi furðuhlutum sem hefðu hrapað til jarðar og hermismíða þá. Hann hefði þó ekki fengið aðgang að verkefninu sjálfu, aðeins upplýsingar um tilveru þess. Aðspurður hvort bandaríska ríkisstjórnin hefði haft upplýsingar um líf utan jarðarinnar sagði Grusch að Bandaríkin hefðu líklega verið meðvituð um „ómennskar“ athafnir frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Sjálfur sagðist Grusch aldrei hafa séð líkama geimvera né hefði hann séð fljúgandi furðuhluti með berum augum. Hann segir upplýsingar sínar koma frá „umfangsmiklum viðtölum við hátt setta njósnara“. Í viðtali við Le Parisien í júní sagði Grusch sömuleiðis að fljúgandi furðuhlutir gætu komið frá öðrum víddum og að bandaríska hernum hefði verið greint frá geimflaugum á stærð við fótboltavelli. Neita yfirlýsingum Grusch Sue Gough, talskona varnarmálaráðuneytisins, sagði í yfirlýsingu að rannsakendur hefðu ekki uppgötvað neinar upplýsingar sem renndu stoðum undir yfirlýsingar Grusch. Gestur á fundinum bar nælu sem á stóð „Ég vil enn trúa“ og tengist trú á líf utan jarðarinnar.AP/Nathan Howard Þar kom fram að ekkert benti til þess að það hefðu verið til verkefni nú eða fyrr sem gengu út á að hafa uppi á gögnum utan úr geimnum. Yfirlýsingin kom ekkert inn á fljúgandi furðuhluti sem væru ekki grunaðir um að koma utan úr geimnum. Grusch sagðist hafa ákveðið að gerast uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna og hann hefði mátt þola mikið mótlæti og hefnd fyrir að stíga fram. Hann vildi ekki greina frekar hvað fælist í því. „Það var mjög grimmilegt og óheppilegt, sum þeirra bragða sem þau beittu til að skaða mig persónulega og í starfi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki geta greint frá því sökum yfirstandandi rannsóknar á málinu. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01 Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
David Grusch, fyrrverandi majór hjá flughernum, greindi frá þessu í vitnisburði sínum frammi fyrir undirnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vitnisburður Grusch er hluti af frekari rannsóknum þingsins á svokölluðum „óþekktum fljúgandi fyrirbærum“ (e. UAP - Unidentified Aerial Phenomena) en það hugtak hefur komið í stað hins klassíska fljúgandi furðuhlutar (e. UFO - Unidentified Flying Object). Bæði demókratar og repúblikanar hafa þrýst á frekari rannsóknir á fyrirbærunum þar sem það varði þjóðaröryggi. Meðal þingmanna ríkir ótti um að þau óþekktu fyrirbæri sem flugmenn hersins hafa séð séu á vegum mótherja þjóðarinnar. Vitneskja um „ómennska“ virkni í áratugi Grusch greindi frá því að árið 2019 hefði hann verið beðinn af yfirmanni starfshóps um fljúgandi furðuhluti að staðfesta öll háleynileg verkefni sem sneru að verkefni hópsins. Á þeim tíma vann Grusch hjá National Reconnaissance Office, skrifstofu um þjóðarnjósnir sem sér um njósnagervihnetti Bandaríkjanna. David Grusch sagðist hafa gerst uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna á háleynilegu verkefni Bandaríkjanna sem tengdist fljúgandi furðuhlutum.AP/Nathan Howard Grusch sagði að í störfum sínum hefði honum verið greint frá verkefni sem náði áratugi aftur í tímann og gengi út á að hafa uppi á fljúgandi furðuhlutum sem hefðu hrapað til jarðar og hermismíða þá. Hann hefði þó ekki fengið aðgang að verkefninu sjálfu, aðeins upplýsingar um tilveru þess. Aðspurður hvort bandaríska ríkisstjórnin hefði haft upplýsingar um líf utan jarðarinnar sagði Grusch að Bandaríkin hefðu líklega verið meðvituð um „ómennskar“ athafnir frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Sjálfur sagðist Grusch aldrei hafa séð líkama geimvera né hefði hann séð fljúgandi furðuhluti með berum augum. Hann segir upplýsingar sínar koma frá „umfangsmiklum viðtölum við hátt setta njósnara“. Í viðtali við Le Parisien í júní sagði Grusch sömuleiðis að fljúgandi furðuhlutir gætu komið frá öðrum víddum og að bandaríska hernum hefði verið greint frá geimflaugum á stærð við fótboltavelli. Neita yfirlýsingum Grusch Sue Gough, talskona varnarmálaráðuneytisins, sagði í yfirlýsingu að rannsakendur hefðu ekki uppgötvað neinar upplýsingar sem renndu stoðum undir yfirlýsingar Grusch. Gestur á fundinum bar nælu sem á stóð „Ég vil enn trúa“ og tengist trú á líf utan jarðarinnar.AP/Nathan Howard Þar kom fram að ekkert benti til þess að það hefðu verið til verkefni nú eða fyrr sem gengu út á að hafa uppi á gögnum utan úr geimnum. Yfirlýsingin kom ekkert inn á fljúgandi furðuhluti sem væru ekki grunaðir um að koma utan úr geimnum. Grusch sagðist hafa ákveðið að gerast uppljóstrari í kjölfar uppgötvana sinna og hann hefði mátt þola mikið mótlæti og hefnd fyrir að stíga fram. Hann vildi ekki greina frekar hvað fælist í því. „Það var mjög grimmilegt og óheppilegt, sum þeirra bragða sem þau beittu til að skaða mig persónulega og í starfi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki geta greint frá því sökum yfirstandandi rannsóknar á málinu.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01 Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. 17. maí 2022 12:01
Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4. júní 2021 07:55