Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2023 20:06 Guðrún og Sveinn Óðinn að gera sig klár að fara á rúntinn með Storm Snæ, mótorhjólahundinn sinn, sem er átta mánaða gamall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær. Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær.
Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira