„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 12:00 Orri Steinn kveðst ekkert yfir sig hrifinn af því að mæta föður sínum. Vísir Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn