„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 12:00 Orri Steinn kveðst ekkert yfir sig hrifinn af því að mæta föður sínum. Vísir Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira