„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2023 21:00 Isaac Kwateng hefur starfað hjá Þrótti í um eitt og hálft ár. Hann hefur þó búið hér á landi mun lengur en það. Vísir/Ívar Fannar Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac. Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac.
Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira