Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2023 13:49 Nicholas og Ólöf ásamt börnum sínum. Facebook Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. „Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins. Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins.
Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira