Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. júlí 2023 12:00 Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun