Eftirlýstur maður með barefli, bílvelta og brennandi kofi Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 06:34 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt og gistu sjö manns fangaklefa vegna ýmissa brota. Vísir/Vilhelm Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Þar segir að sjö manns hafi gist fangaklefa fyrir hin ýmsu brot. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira