Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 19:15 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira