„Ég stakk hann þrisvar!“ Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 15:38 Myndskeiðið er átakanlegt áhorfs. Vísir Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42