„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að hafa þennan kvíðahnút í maganum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2023 10:01 Þegar Keli var tveggja ára byrjaði greiningarferlið. Aðsend „Ef mér hefði verið sagt hér áður fyrr hvað það væri mikið álag að eiga einhverft barn og hversu mikil barátta það væri við kerfið hefði ég aldrei nokkurn tímann trúað því,“ segir Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Sonur hennar, Hrafnkell Vilhelmsson, eða Keli eins og hann er kallaður, hefur sýnt merki um einhverfu og er á biðlista eftir greiningu hjá Ráðgjafa og greiningarstöð. Hann hefur þegar gengið í gegnum greiningarferli sem spunnið hefur rúmlega eitt og hálft ár. Löng bið eftir sálfræðingi Keli, sem verður fjögurra ára í október, er næstyngstur af fjórum börnum Sólveigar og Vilhelm Vilhelmssonar en fjölskyldan er búsett á Hvammstanga. Að sögn Sólveigar vöknuðu mjög snemma upp spurningar um hvort Keli gæti hugsanlega verið einhverfur. Í þriggja mánaða skoðuninni sýndi hann strax merki um frávik í þroska. „Síðan kom skoðun eftir skoðun og aldrei náði hann þessum þroska viðmiðum sem spurt var um.“ Hún segir þroskafrávik Kela hafa komið enn betur í ljós þegar hann byrjaði á leikskóla tæplega eins árs. „Þegar hann var um það bil tveggja ára, eða um það leiti sem hann byrjaði að reyna að ganga, byrjaði fyrsta holl greiningarferlisins.“ Sólveig segir fyrsta hollið hafa byrjað með gífurlega langri bið eftir greiningu hjá sálfræðingi. „Leikskólinn ýtti og ýtti á sálfræðinginn sem þá var með samning við sveitarfélagið um að taka sálfræðimat á barninu. Það gekk erfiðlega, sálfræðingurinn var eiginlega hættur og fáir aðrir sálfræðingar áttu hjá sér greiningartæki fyrir svona lítil börn.“ Keli verður fjögurra ára í haust.Aðsend Meðan á biðinni stóð þurftu foreldrar Kela eða þá leikskólinn að hringja í sveitarfélagið í hverri viku til að spyrjast fyrir um stöðuna og reka á eftir því að eitthvað yrði gert. Þegar sálfræðingurinn komst loksins í að gera matið, þegar Keli var þriggja ára, tók við bið eftir skilafundi með sálfræðingnum. „Aftur byrjaði sami pakkinn, símhringingar, tölvupóstur og fleiri símhringingar.“ Upplifa sig gleymd Það var síðan í byrjun þessa árs að niðurstöður úr sálfræðimatinu lágu loks fyrir. Niðurstöðurnar voru sendar á Ráðgjafa og greiningarmiðstöð og óskað eftir greiningu fyrir Kela. Og þá tók við enn eitt ferlið þar sem beðið var eftir svörum og ýtt á eftir. Á dögunum fengu Sólveig og Vilhelm síðan þau svör að biðtíminn fyrir forgangshópinn sem sonur þeirra er í sé 15 til 16 mánuðir. Fram kom í bréfi Ráðgjafa- og greiningarstöðvar að þar sem að Kela var vísað til þeirra í janúar á þessu ári þá sé ennþá langur tími fram á greiningu og „verði vonandi um vorið 2024.“ „Þegar maður er búinn að þurfa að hringja og hringja endalaust og vera stöðugt að reka á eftir því að eitthvað gerist þá er mjög auðvelt að upplifa það þannig að maður sé gleymdur,“ segir Sólveig. „Þetta er kannski ekki óeðlilegt ferli, miðað við það sem maður hefur heyrt en þessi biðtími er auðvitað fáránlegur.“ Sólveig segist einfaldlega ekki treysta því að opinbera kerfið geti komið til móts við þarfir Kela. Hún segist upplifa pirring og vonleysi.Aðsend „Ég bara trúi því varla að þetta séu svörin. Að við þurfum að bíða í heilt ár í viðbót eftir greiningunni hans er ótrúlegt miðað við það sem á undan hefur gengið. Við vorum kannski bara einstaklega óheppin. Ég veit það ekki samt.“ Hún segir það einnig hafa verið sárt að uppgötva að í gegnum allt fyrra ferlið hafi hið opinbera, það er að segja sveitarfélagið, aldrei bent þeim foreldrunum á margvíslega þjónustu sem þau eiga rétt á fyrir son sinn, svo sem iðjuþjálfun, umönnunarbætur og bleyjustyrk. Heldur hafi þau frétt af því hjá vinkonu sinni sem sjálf á einhverf börn. Streita og álag Eins og staðan er í dag hafa Sólveig og Vilhelm enga hugmynd um hvort Keli verði búinn að fá greiningu um það leyti þegar hann byrjar í grunnskóla. Sólveig segist einfaldlega ekki treysta því að opinbera kerfið geti komið til móts við þarfir Kela. Hún segist upplifa pirring og vonleysi. „Það er kannski ekki við neinn ákveðinn að sakast en tannhjólin í þessu opinbera kerfi eru greinilega ekki að virka. Ég er kannski óhemju svartsýn, en í augnablikinu líður mér eins og þetta verði alltaf svona.“ Hún nefnir einnig langvarandi streitu og kvíðaástand sem hún upplifir vegna ástandsins. „Ég veit bara að þetta hefur verið alveg ólýsanlega mikið álag. Eins og það sé ekki nógu mikið álag að eiga einhverft barn þá bættust þarna fullt af áhyggjum yfir biðinni hjá “kerfinu.” Að vera hrædd um að hann sé að gleymast. Að vera með stanslausan kvíða yfir þessu er ekki gaman, ég myndi ekki óska mínum versta óvini að hafa þennan kvíðahnút í maganum.“ Börn og uppeldi Réttindi barna Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sonur hennar, Hrafnkell Vilhelmsson, eða Keli eins og hann er kallaður, hefur sýnt merki um einhverfu og er á biðlista eftir greiningu hjá Ráðgjafa og greiningarstöð. Hann hefur þegar gengið í gegnum greiningarferli sem spunnið hefur rúmlega eitt og hálft ár. Löng bið eftir sálfræðingi Keli, sem verður fjögurra ára í október, er næstyngstur af fjórum börnum Sólveigar og Vilhelm Vilhelmssonar en fjölskyldan er búsett á Hvammstanga. Að sögn Sólveigar vöknuðu mjög snemma upp spurningar um hvort Keli gæti hugsanlega verið einhverfur. Í þriggja mánaða skoðuninni sýndi hann strax merki um frávik í þroska. „Síðan kom skoðun eftir skoðun og aldrei náði hann þessum þroska viðmiðum sem spurt var um.“ Hún segir þroskafrávik Kela hafa komið enn betur í ljós þegar hann byrjaði á leikskóla tæplega eins árs. „Þegar hann var um það bil tveggja ára, eða um það leiti sem hann byrjaði að reyna að ganga, byrjaði fyrsta holl greiningarferlisins.“ Sólveig segir fyrsta hollið hafa byrjað með gífurlega langri bið eftir greiningu hjá sálfræðingi. „Leikskólinn ýtti og ýtti á sálfræðinginn sem þá var með samning við sveitarfélagið um að taka sálfræðimat á barninu. Það gekk erfiðlega, sálfræðingurinn var eiginlega hættur og fáir aðrir sálfræðingar áttu hjá sér greiningartæki fyrir svona lítil börn.“ Keli verður fjögurra ára í haust.Aðsend Meðan á biðinni stóð þurftu foreldrar Kela eða þá leikskólinn að hringja í sveitarfélagið í hverri viku til að spyrjast fyrir um stöðuna og reka á eftir því að eitthvað yrði gert. Þegar sálfræðingurinn komst loksins í að gera matið, þegar Keli var þriggja ára, tók við bið eftir skilafundi með sálfræðingnum. „Aftur byrjaði sami pakkinn, símhringingar, tölvupóstur og fleiri símhringingar.“ Upplifa sig gleymd Það var síðan í byrjun þessa árs að niðurstöður úr sálfræðimatinu lágu loks fyrir. Niðurstöðurnar voru sendar á Ráðgjafa og greiningarmiðstöð og óskað eftir greiningu fyrir Kela. Og þá tók við enn eitt ferlið þar sem beðið var eftir svörum og ýtt á eftir. Á dögunum fengu Sólveig og Vilhelm síðan þau svör að biðtíminn fyrir forgangshópinn sem sonur þeirra er í sé 15 til 16 mánuðir. Fram kom í bréfi Ráðgjafa- og greiningarstöðvar að þar sem að Kela var vísað til þeirra í janúar á þessu ári þá sé ennþá langur tími fram á greiningu og „verði vonandi um vorið 2024.“ „Þegar maður er búinn að þurfa að hringja og hringja endalaust og vera stöðugt að reka á eftir því að eitthvað gerist þá er mjög auðvelt að upplifa það þannig að maður sé gleymdur,“ segir Sólveig. „Þetta er kannski ekki óeðlilegt ferli, miðað við það sem maður hefur heyrt en þessi biðtími er auðvitað fáránlegur.“ Sólveig segist einfaldlega ekki treysta því að opinbera kerfið geti komið til móts við þarfir Kela. Hún segist upplifa pirring og vonleysi.Aðsend „Ég bara trúi því varla að þetta séu svörin. Að við þurfum að bíða í heilt ár í viðbót eftir greiningunni hans er ótrúlegt miðað við það sem á undan hefur gengið. Við vorum kannski bara einstaklega óheppin. Ég veit það ekki samt.“ Hún segir það einnig hafa verið sárt að uppgötva að í gegnum allt fyrra ferlið hafi hið opinbera, það er að segja sveitarfélagið, aldrei bent þeim foreldrunum á margvíslega þjónustu sem þau eiga rétt á fyrir son sinn, svo sem iðjuþjálfun, umönnunarbætur og bleyjustyrk. Heldur hafi þau frétt af því hjá vinkonu sinni sem sjálf á einhverf börn. Streita og álag Eins og staðan er í dag hafa Sólveig og Vilhelm enga hugmynd um hvort Keli verði búinn að fá greiningu um það leyti þegar hann byrjar í grunnskóla. Sólveig segist einfaldlega ekki treysta því að opinbera kerfið geti komið til móts við þarfir Kela. Hún segist upplifa pirring og vonleysi. „Það er kannski ekki við neinn ákveðinn að sakast en tannhjólin í þessu opinbera kerfi eru greinilega ekki að virka. Ég er kannski óhemju svartsýn, en í augnablikinu líður mér eins og þetta verði alltaf svona.“ Hún nefnir einnig langvarandi streitu og kvíðaástand sem hún upplifir vegna ástandsins. „Ég veit bara að þetta hefur verið alveg ólýsanlega mikið álag. Eins og það sé ekki nógu mikið álag að eiga einhverft barn þá bættust þarna fullt af áhyggjum yfir biðinni hjá “kerfinu.” Að vera hrædd um að hann sé að gleymast. Að vera með stanslausan kvíða yfir þessu er ekki gaman, ég myndi ekki óska mínum versta óvini að hafa þennan kvíðahnút í maganum.“
Börn og uppeldi Réttindi barna Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira