„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 23:00 Rútan og sendiferðabíllinn voru komin ansi nálægt og allt í hnút þar til Kristján mætti. Kristján Söebeck Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“ Umferð Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“
Umferð Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira