Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. júlí 2023 14:02 Leiðtogar þriggja flokka sem bjóða fram á landsvísu mættust í lokaumræðum í spænska ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld. Talið frá vinstri: Santiago Abascal (VOX), Yolanda Díaz (Sumar) og Pedro Sánchez (PSOE). Það vakti mikla undrun og sætti gagnrýni að formaður hægri flokksins Partido Popular, Alberto Feijóo, ákvað að taka ekki þátt í umræðunum og telja stjórnmálaskýrendur það hafa verið mikil mistök í ljósi þess hve hnífjöfn kosningabaráttan er. Cesar Luis de Luca/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira