Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 12:46 Lísa Margrét Gunnarsdóttir ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í ellefta skiptið. Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt. Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt.
Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira