„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11