Einnig verður rætt við hagfræðing sem segir nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar gefa góð fyrirheit um framhaldið. Ljóst sé að hækkun stýrivaxta sé að bera árangur.
Þá heyrum við í Hopp leigubílum um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins og fjöllum einnig um hið óhugnanlega mál raðmorðingjans Rex í New York.