Gat ekki annað en hlegið þegar VAR-dómurinn var kynntur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 15:01 Yoshimi Yamashita braut blað í fótboltasögunni í dag. getty/Ulrik Pedersen Fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC, gat ekki varist hlátri þegar dómari upphafsleiks HM kynnti VAR-dóm fyrir áhorfendum á vellinum. Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira