Gat ekki annað en hlegið þegar VAR-dómurinn var kynntur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 15:01 Yoshimi Yamashita braut blað í fótboltasögunni í dag. getty/Ulrik Pedersen Fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC, gat ekki varist hlátri þegar dómari upphafsleiks HM kynnti VAR-dóm fyrir áhorfendum á vellinum. Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira