Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 09:06 Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar, vill mæta honum í sjónvarpinu. Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið. Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið.
Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira