Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 08:59 Hannah Wilkinson fagnar hér markinu sínu sem var það fyrsta sem var skorað á HM kvenna í fótbolta í ár. AP/Andrew Cornaga Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira