Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 08:59 Hannah Wilkinson fagnar hér markinu sínu sem var það fyrsta sem var skorað á HM kvenna í fótbolta í ár. AP/Andrew Cornaga Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira