Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 08:59 Hannah Wilkinson fagnar hér markinu sínu sem var það fyrsta sem var skorað á HM kvenna í fótbolta í ár. AP/Andrew Cornaga Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Stjörnukonan Betsy Hassett var í byrjunarliði Nýja-Sjálands og spilaði allan leikinn á vinstri kantinum. Hassett hefur spilað 94 leiki með Stjörnunni (56 leikir) og KR (38) í efstu deild frá árinu 2017 og er með sjö leiki í Bestu deildinni með Stjörnunni í sumar. Baráttuglaðar heimakonur gerðu norsku stelpunum mjög erfitt fyrir frá fyrstu mínútu leiksins en stórstjörnur norska liðsins, sem spila allar með bestu liðum heims, náðu sér alls ekki á strik. Nýja-Sjáland var þannig betra liðið í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus eftir hann. New Zealand s Hannah Wilkinson scores the first goal of the 2023 Women s World Cup!Look what it means for the co-hosts pic.twitter.com/T90ZChG2jB— ESPN FC (@ESPNFC) July 20, 2023 Það tók aftur á móti þær nýsjálensku aðeins þrjár mínútur að komast yfir í þeim síðari. Hannah Wilkinson skoraði þá eftir frábæra sókn og mjög góðan undirbúning frá Jacqui Hand. Hand komst fram hjá bakverði norska liðsins og sendi boltann fyrir markið þar sem Wilkinson afgreiddi hann í markið í fyrstu snertingu. Nýja-Sjáland hafði getað bætt við marki en reynsluboltinn Ria Percival skaut í slá úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Hin 31 árs gamla Wilkinson var þarna að skora á sínu þriðja heimsmeistaramóti en hún skoraði á móti Mexíkó á HM í Þýskalandi 2011 og á móti Kína á HM 2015. Síðasta landsliðsmarkið hennar fyrir leikinn í gær var á móti Íslandi í apríl síðastliðnum. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 116 landsleikjum. Þetta var sannarlega sögulegur sigur fyrir kvennalandslið Nýja Sjálands. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei náð að vinna leik. Þrjú jafntefli og tólf töp. Úrslitin eru áfall fyrir norska liðið en hin liðin í riðlinum eru Sviss og Filippseyjar og það er mikið eftir enn af riðlakeppninni. HANNAH WILKINSON SCORES FOR NEW ZEALAND! #FIFAWWC pic.twitter.com/wI2PnPD55j— Sky Sport NZ (@skysportnz) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira