„Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 10:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gert frábæra hluti með Víkingsliðið en nú þarf hann að grafa djúpt til að finna lausnir. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurfa að taka á stóra sínum í dag þegar liðið mætir lettneska félaginu Riga í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira