Skotárás fyrir opnunarleik HM í Auckland: „Mótið heldur áfram óhaggað“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 22:47 Sérsveitarmenn að störfum á Queen Street í Auckland. Skjáskot/Youtube Þrír eru látnir eftir skotárás á byggingarsvæði í borginni Auckland í Nýja Sjálandi. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Að sögn lögreglunnar er fjöldi fólks særður. Árásin átti sér stað fyrir opnunarleik Nýja Sjálands og Noregs á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Hinir tveir látnu eru almennir borgarar. Sex aðrir eru særðir, þar af þrír alvarlega. Árásin átti sér stað á Queen stræti þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Árásarmaðurinn var vopnaður pumpu-haglabyssu. Hann fór inn í byggingu og lokaði sig af í lyftu eftir að hafa skotið á fólk. Þá heyrðust skothvellir. Óvíst er hvort að hann skaut sig sjálfur eða lögreglumenn. Forsætisráðherrann Chris Hipkins ávarpaði blaðamannafund í kjölfar árásarinnar. Sagði hann að ekki yrði lýst yfir óvissu eða hættustigi vegna árásarinnar. „Mótið heldur áfram óhaggað,“ sagði Hipkins á fundinum. „Íbúar Auckland og þau sem fylgjast með út um allan heim geta verið fullviss um að lögreglan hafi stöðvað ógnina. Það er ekki verið að leita að neinum öðrum í tengslum við árásina.“ Fótbolti Nýja-Sjáland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Árásin átti sér stað fyrir opnunarleik Nýja Sjálands og Noregs á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Hinir tveir látnu eru almennir borgarar. Sex aðrir eru særðir, þar af þrír alvarlega. Árásin átti sér stað á Queen stræti þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Árásarmaðurinn var vopnaður pumpu-haglabyssu. Hann fór inn í byggingu og lokaði sig af í lyftu eftir að hafa skotið á fólk. Þá heyrðust skothvellir. Óvíst er hvort að hann skaut sig sjálfur eða lögreglumenn. Forsætisráðherrann Chris Hipkins ávarpaði blaðamannafund í kjölfar árásarinnar. Sagði hann að ekki yrði lýst yfir óvissu eða hættustigi vegna árásarinnar. „Mótið heldur áfram óhaggað,“ sagði Hipkins á fundinum. „Íbúar Auckland og þau sem fylgjast með út um allan heim geta verið fullviss um að lögreglan hafi stöðvað ógnina. Það er ekki verið að leita að neinum öðrum í tengslum við árásina.“
Fótbolti Nýja-Sjáland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira